All posts by ofurpesi

Ég var að fá mér viðbótarsparnað. Mikil snilld. Komst að því að íslensku tryggingarfélögin eru að ríða manni í ósmurt. Það gengur ekki. Mér var skapi næst að æða niðrí VÍS og reisa hell. En ég er nú þekktur fyrir það að vera rólyndismaður og stekk ekki uppá nefið á mér að ástæðulausu. Hvet alla til að hafa samband við Allianz og kynna sér þetta dæmi. Tapar engin á því. En hvað um það. Var að vinna í gærkvöldi. Gekk vel nema að vatnskassinn á kvennaklósettinu var brotinn. Skil ekki alveg hvernig. Ótrúlegir hlutir sem fólk nær að framkvæma undir áhrifum. Virðist vera sem áfengið dragi fram hið besta í fólki. Kannski að allir ættu alltaf að vera fullir. Svona eins og Danir…

Rakel og Sarsana eignuðust lítinn strák þann 16. síðastliðinn 🙂 Alveg yndislegur strákur og þið megið eiga von á myndum hingað inn af honum. En hei…Áðan vaknaði ég klukkutíma áður en ég átti að vakna. Hversu fokked upp er það? Þoli ekki svona. Heill klukkutími sem ég hefði getað notað til að sofa uppí hlýjunni hjá Heiðu. Ég hefði skriðið aftur uppí ef ég hefði ekki verið búinn að þvo mér í framan og fá mér að borða. En svona er þetta. Ég smakkaði Aloa vera drykkjarjógúrt um daginn. Mesta furða hvernig það smakkaðist. En af hverju þarf að troða þessari plöntu í allt? Er ekki bara ágætt að hafa svona krem? Endar með því að þessu verður troðið í morgunkorn, mjólk, kjötfars, fisk, hamborgara, dömubindi, pungbindi og ég veit ekki hvað og hvað. En núna er klukkan að smella í hálfsjö og tími til kominn að fara að gera sig kláran fyrir annan dag í saltnámunum.

Vinnusíminn minn hneggjar. Það er frekar fyndið. Það er líka hægt að láta hann urra. Ég fékk semsagt vinnusíma í dag. Siemens eitthvað. Ansi fínn bara. Annars er ég að telja niður dagana þangað til ég fer að keyra. Það verður frábært. Tala ekki um að hækka í launm við það. Það er bara bónus. Hver hlustaði á Tvíhöfða í morgun? Það var ansi upplýsandi. Þar var rætt um það ef Bónusveldið myndi prenta eigin seðla. Stofna eigin hagkerfi á Íslandi. Svona mynd af grísnum á seðlinum. Hann gildir tvöfalt á við íslenskan gjaldmiðil. Einnig yrði hægt að nota hann í Bretlandi. Maður gæti til dæmis keypt sér skartgripi eða leikföng fyrir bónusseðlana sína. Þetta finnst mér ansi hreint mögnuð hugmynd. En það yrðu sett lög á þetta eins og allt annað sem mönnum dettur í hug. Ég er viss um að Davíð er búinn að setja lög á konuna sína. Hvað veit maður???

Radíó….Radíó…..Kúrbíturinn var niðri í dag sökum þess að Landssíminn var ekki að standa sig með þetta ADSL kerfi. Fyrrverandi aðalféhirðir hefur sennilega tekið aðeins of mikið af peningum frá þeim.

Sit hér og hef ekkert að gera. Laugardagskvöld og ég er eitthvað að gaufast bara. Hriiiiiiiiikalegt stuð! Hvet alla til að tékka á ruglinu í Gunnari Það er alveg ótrúleg steypa sem myndast þar stundum. Ætli ég kalli mig ekki hálfdrætting á við Gunnar. En nóg um það. Hver sá Spágenstúben áðan? Þeir voru nú ansi hreint frábærir að vanda. Þetta er eiginlega algjört skylduáhorf. Kannski þess vegna sem þeir mælast með svona mikið áhorf. Hvað veit maður? Ja….ég veit nú ýmislegt. Til dæmis:

1. Ef allur íbúafjöldi Kína myndi labba framhjá þér í einfaldri röð, myndi það aldrei taka enda vegna þess að þeir fjölga sér það hratt.

2. “Hang on sloopy” er opinbert rokklag Ohio.

3. Tærnar á múmíum eru vafðar hver fyrir sig.

4. Þú blikkar augunum 25000 sinnum á dag.

5. Megnið af rykinu heima hjá þér eru dauðar húðfrumur.

6. Hershey´s Kisses heita þetta vegna þess að vélin sem býr þá til lítur út fyrir að vera að kyssa færbandið.

7. Það eru ekki neinar klukkur og engir gluggar í spilavítum.

8. Allar klukkur í Pulp Fiction eru stopp á 4:20.

9. Þú gleymir 80% af því sem þú lærir á dag.

10. Sumir þjóðflokkar kyssast með því að bíta augnlokin af hvort öðru.

Ef það er einhver hér sem ekki hefur komið höndum yfir nýjasta disk Brain police, þá bara verður viðkomandi að gera það. Þetta er trukkarokk af bestu gerð. En hvað um það…Ég var að velta einu fyrir mér. Það hefur staðið til í einhvern tíma hérna í Engjaselinu að gera eitthvað við þessa íbúð eins og til dæmis að laga baðherbergið. En það sem er að vefjast fyrir mér er að byrja á þessu. Hvernig byrjar maður? Fer ég inn með hamar og meitil og byrja að losa baðkarið frá veggnum? Þessi spurning og margar fleiri hafa verið að flækjast fyrir mér. En það eru eflaust margir þarna úti sem hafa svörin. Ég þarf bara að finna þetta fólk og spyrja. Svona er maður nú mikill iðnaðarmaður í sér. Getur ekki einu sinni drullast til að byrja. En svona er þetta….

Sæl og bless. Soldið síðan ég hef skrifað eitthvað hérna. Mikið fannst mér nú gaman að setja inn þessa skemmtilegu staðreyndir hérna fyrir neðan. Vonandi hafa þær verið einhverjum til gagns og jafnvel enn fleirum til gamans. Sjúmmi vann áðan. What´s new segi ég nú bara. Orðið frekar súrt að horfa á þetta. Að vísu var þetta merkilega spennandi keppni. Hnappurinn gerði góða hluti. En er ekki málið að skella sér út í körfu eða eitthvað? Ég held það…

Nokkrar staðreyndir!

1. Það eru sirka 10 milljón múrbitar í Empire state building.

2. Úr geimnum séð þá er Las Vegas bjartasti staðurinn.

3. Ólíkt því sem margir halda, þá eru fílar ekki hræddir við mýs.

4. Twinkies geymist í 25 ár í lokuðum umbúðum.

5. Þegar Titanic sökk, þá voru 7500 pund af svínakjöti um borð.

6. Klukka sem er stopp, er rétt tvisvar á dag.

7. Börn vaxa hraðar á vorin.

8. Amerískar bílflautur flauta tóninn F.

9. Þú fæðist með 300 bein, en þegar þú verður fullorðin(n), þá eru þau 206.

10. Það er ómögulegt að hnerra með opin augun.

11. Lærleggur er jafnsterkur og steypa.

12. Tennur eru næstum jafnsterkar og grjót.

13. Bragðlaukar lifa í sirka 10 daga.

14. Mesta magn C vítamíns ávaxta er í berkinum.

15. Það er til Pez með kaffibragði.

16. 1 af hverjum 3 í Ísrael notar farsíma.

17. Meðal manneskja sofnar á 7 mínútum. (slæ það léttilega)

18. Meðal manneskja borðar 8 kóngulær á lífsleiðinni.

19. Þú getur ekki framið sjálfsmorð með því að halda niðri í þér andanum.

20. Á hverju ári slasa 8000 manns sig á tannstöngli.

Hólí makkaróní!! Fór að sjá Dawn of the dead áðan…Hólí sjitt segi ég nú bara. Þetta er rosaleg mynd. Þá meina ég rosaleg í þeim skilningi hvað hún er ógeðsleg. Bjarni fór með mér á hana og við vorum einfaldlega orðlausir á sumum stöðum í myndinni og annars staðar réðum við okkur ekki fyrir hlátri. Þetta er mynd sem ég hvet flesta til að sjá ef þeir hafa gaman að svona innyfla viðbjóði en aðrir ættu bara að halda sig heima eða jafnvel skella sér á Hidalgo sem ég ætla að sjá. Bæjó…