Category Archives: myndablogg

Sunnudagur

Það er sko ekta sunnudagsstemning hérna í kotinu hjá okkur..

 Pési er að læra, les og les eins og vindurinn..



Glói er komin í sumarskapið og slakar á í sólbaði á svölunum, fylgist með fólkinu í hverfinu, fuglunum sem fljúga framhjá, ruslinu sem fýkur á götunum, bílunum.. mesta stuðið er samt að sjá annan voffa.

Ég er bara að njóta þess að vera í fríi.. með öðrum orðum, ekki að gera neitt. Ég tók lambalæri uppúr kistunni í gær og ætla að úrbeina það á eftir og elda svo ömmu-gúllas í kvöldmatinn. Já, eða kvöldmatinn í kvöld, hádegismat á morgun og kvöldmat á morgun og kanski jafnvel líka í hádegismat á þriðjudaginn.. Heilt lambalæri dugar nefnilega tveimur meðaljónum/-gunnum eins og okkur alveg í margar máltíðir.. Sem er bara fínt, því eins og allir vita er ömmu-gúllas langbest upphitað, helst oft.

Vinni-vinni

Svona er ég alveg eldhress í vinnunni.. er að hlusta á I don’t feel like dancin með Scissor sisters og er alveg að fíla það í botn! Þetta lag minnir mig svo svakalega mikið á Hrafnhildi og að vera úti að hlaupa og æfa fyrir  1okm Reykjavíkurmaraþonið í fyrra. Good times..  og líka bara að dansa við Unnar Tjörva í stofunni á Meistaravöllunum.  Unnari mínum finnst svo gaman að dansa, alveg eins og Heiðu frænku 😉

Annars er bara ekkert að frétta sko.. er að myndast við að fara í ræktina aftur.. það gengur upp og ofan. Aðallega vegna þess að ég missteig mig svo illa um áramótin á löppinni sem ég meiddi mig á þegar ég var að spila körfubolta á sýslumóti og Nesjaskóli rússtaði Vík og ég skoraði  22 stig og við unnum 32-2 .. og Grenjan fór að grenja..  eða nei.. ég meiddi mig sko í leiknum sem kom á eftir.. á móti Klausturstelpunum.. þá þurfti ég að fara útaf útaf því að ein stelpan í Klaustursliðinu steig illilega ofan á ökklann á mér… og við töpuðum.. og ég fór að grenja.. nei djók, auðvitað fór ég ekkert að grenja.. díses! Allavega ég missteig mig aftur á þessari löpp.. og svo steig einhver bévítans kall á löppina á mér í pallatíma stuttu síðar og ég missteig mig aftur. þori að veðja að hann sé frá Klaustri! Allavega, þá er löppin á mér í ansi slæmu ásigkomulagi og þolir ekki mikið álag.. ekki í bili að minnstakosti.

Ji hvað þetta var skemmtileg lesning.. allavega mjög skemmtilegt að rifja upp þessa körfuboltaleiki. ooohhh það er svo gaman í körfubolta.  Ég væri mikið til í að hitta einhverja stelpur einusinni í viku og spila körfu. Ef einhver hefur áhuga þá bara vera í sambandi! já.. ég veit ég er bjartsýn :o)

Eitt fyndið samt.. um daginn þá vorum ég og pési að horfa á sjónvarpsþátt.. og hver haldiði hafi verið í þættinum að leika eitthvað smáræðis aukahlutverk… ? nú, engin önnur en Grenjan!

Er samt alveg að átta mig á því að það er kanski ekki mjög fallegt að kalla einhverja konu útí bæ Grenjuna.. en okkur fanst hún bara svo leiðinleg í gamla daga.. og svo er nú frekar asnalegt að grenja í miðjum körfuboltaleik! Veit ekkert hvað hún heitir í alvörunni..

En jæja.. þarf að fara að huga að þessari skemmtilegu excel töflu sem ég var að opna.. ekki nema  32501 lína af borholugögnum til að greiða úr og kortleggja.. húrrra!!

Vinni-vinni, originally uploaded by kúrbítur púnktur net.

ùje!

ùje!, originally uploaded by kúrbítur púnktur net.

Pési fór og verslaði fyrir gjafakortið sem hann fékk í afmælisgjöf frá tengdafjölskyldunni. Fyrir valinu varð þessi frábæra flíspeysa, Haraldur að nafni. Það leynir sér ekki á myndinni hvað maðurinn í Haraldi er mikill töffari.

Einnig voru keypt forláta heddfón til að tengja við magnarann sem er tengdur í rafmagnsgítarinn sem töffarinn fékk í afmælisgjöf frá foreldrum, ömmu, afa, systkinum og þeirra fylgifiskum.

Afmælisbarnið vill koma á framfæri þúsund kossum til þeirra sem nefndir hafa verið hér að ofan.. tjah.. nema Haralds.

Ég er hinsvegar að fara að baka brauð til að borða í kvöld með franska rauðvínspottréttnum sem við ætlum að hafa í kvöldmat. túrílú.. HB

 

Mega Toggi Mega

Mega Toggi Mega, originally uploaded by kúrbítur púnktur net.

Fór og hitti stóra bró í hádeginu í dag. Hann var í skólanum og ég hitti hann í samloku á Háskólatorginu nýja. Það var gaman. Flott háskólatorg. Alveg troðið af fólki. Svo fór ég í bóksöluna nýju og sá bók sem mig langar í.. Flott bóksala. Toggi var samt flottastur. Hann er mega.

Sunnudagsblogg

Sælinú

Sunnudagar eru æðislegir.Sérstaklega þegar veðrið er eins og það er búið að vera í dag. -2° og logn. Smá snjóslæða en ekkert djúpur. Rétt svo til að fela mesta skítinn.

Ég og Pétur og Glói notuðum tækifæri og skruppum í bíltúr upp að Kleifarvatni eins og við gerum svo oft um helgar. Yndislegt að rölta í fjörunni við vatnið og Glóa finnst sérstaklega gaman að hlaupa þar um frjáls og elta bolta eða frissbí disk og busla í vatninu.

Ég var með símann minn nýja og fína í vasanum og tók nokkrar myndir..

dsc00111.JPG

Vatnið var ótrúlega stillt og slétt og speglaðist fallega í því. Þetta umhverfi í kring um Kleifarvatn er nú bara svo ótrúlega fallegt. Móbergið alveg ótrúlega flott.

dsc00113.JPG

Núna í stillunni var algjör þögn. Svæðið er samt mjög vinsælt fyrir mótó krossara og fjórhjól og þannig leiðindi og oft er ströndin alveg útspóluð. Jeppar eru líka oft að spóla þarna eitthvað. Þetta fer mjög í taugarnar á mér.. maður er að rölta þarna í friðsældinni þá koma bara einhverjir kallar á risa jeppum og rúnta þarna um.. þessir kallar ættu frekar að stíga út úr bílnum og hlusta á þögnina eða láta rokið blása um skallann. Það er örugglega mun skemmtilegri upplifun en sú sem þeir fá inní bílnum..

dsc00103.JPG

Hérna erum við svo fjölskyldan í góðum fílíng.

Þegar heim var komið bökuðum við svo vöfflur og gæddum okkur á með rjóma og jarðaberjasultu. Glói er að leggja sig á teppinu sínu og við erum á síðbrókunum í sófanum með kaffibollann að horfa á handboltaleik. Sumsé, fín Sunnudagsstemning.

Næsta vika mun einkennast af mikilli afmælisgleði enda stefnir húsbóndinn á heimilinu sem stormsveipur að fertugsaldrinum!