Category Archives: kökur

Bumbu súkkulaðikakan

Dásamleg sunnudagskaka

Þetta þarftu: Í kökuna: 310gr sykur, 125gr lint smjör, 2 egg, 255gr hveiti, 1/2 tsk salt, 1 tsk lyftiduft, 1 tsk matarsódi, 3 msk gott kakó, 2 1/2 dl mjólk, 1 tsk vanilludropar. Í kremið: 1 egg, 340gr flórsykur, 3 msk kakó, 85gr brætt smjör, smá salt.

Svona gerirðu: Þeytið vel saman sykurinn, eggið og smjörið og blandið svo öllu hinu útí. Uppskriftin passar í eitt 26cm hringform eða litla skúffu. Bakið við 170°C í 30-40 mínútur. Stingið í miðju og tékkið á því hvort hún er tilbúin. þeytið vel flórsykurinn við eggið og smjörið. Smjörið má ekki vera heitt. blandið svo llu hinu saman við og hrærið vel. Setjið á kökuna þegar hún hefur kólnað.

Að lokum: Þessa guðdómlega kaka sló í gegn í Desember 2010-bumbu spjallgrúbbunni sem ég er í en uppskrftin er fengin frá einni af þeim dásamlegu konum sem eru þar með mér. Ég hef bakað kökuna tvisvar Í fyrsta skiptið í svona hringformi og skreytti með súkkulaðidropum, (tilefnið var ekkert.. ég bara varð að smakka því svo mikið bar búið að ræða þessa köku á spjallinu hehe ) og í annað skiptið þá gerði ég tvöfalda uppskrift og bakaði í stórri ofnskúffu fyrir tveggja ára afmælið hans Hrafns Tjörva. Úr varð alveg glæsileg afmæliskaka sem bæði börnin og fullorðnu afmælisgestirnir gæddu sér á með góðri lyst. Unaðslegt að hafa með þessari köku rjóma, unaðslegt alveg hreint! Mæli með henni, afur og aftur og aftur..

Hrafn Tjörvi blæs á tveggja ára afmæliskökuna sína

Heilsubitakökur

Þetta þarftu: 240gr smjör mjúkt, 200gr hrásykur, 2 stór egg, 140gr hnetusmjör helst ósætt, 3/4 dl mjólk, 100gr haframjöl, 50gr hveitiklíð, 60gr sesamfræ, 60gr sólblómafræ, 100gr salthnetur, 100gr pecanhnetur, 100gr valhnetur, 200gr rúsínur, 1/4 tsk engifer, 1 msk kanill, 3/4 tsk salt, 1 tsk lyftiduft, 150gr heilhveiti.

Svona gerirðu: Hrærðu vel saman smjörið og sykurinn bættu svo eggjunum saman við og hrærðu því vel saman. Svo bætirðu í hnetusmjörinu og mjólkinni og hræri það allt saman. Að lokum hrærirðu öll þurrefnin hnetur og frædótið saman við og hræra allt vel saman. Setur kökurnar plötu með bökunarpappír með tveimur matskeiðum (mjög klístrað deig). Á eina plötu passa 9 kökur  Hitar ofninn 180°C og bakar í 15-18 mínútur.

Svo mikið gúmmelaði

Að lokum: Þessa uppskrift má alveg útfæra að smekk hvers og eins. Fyrstu 5 atriðin eru algjör möst og má ekki breyta.Líka kryddið allt og heilhveitið. Allt sem er skáletrað, semsagt hneturnar og allt frædótið og það, má bara vera eins og hver og einn vill svo lengi sem það vigtar 770gr. Mér finnst tildæmis alveg ómissandi að hafa súkkulaði (að sjálfsögðu) og í staðinn fyrir að setja 200gr af rúsínum set ég 100 og 100 rúsínur og súkkulaði (dökkt og gott).. svo er tildæmis hægt að setja graskersfræ og allskonar öðruvísi hnetur og þurrkaða ávexti. Þetta eru rosalega saðsamar kökur og ein kaka er næstum heil máltíð.. að minnsta kosti gott ámillimála nart. Mjög sniðugt að frysta eina og eina og grípa svo með sér í veskið 🙂

Bananabrauðið góða

Þetta þarftu: 3 þroskaðir bananar (280-300gr), 180gr sykur, 180gr hveiti, 1 1/2 tsk lyftiduft, 1/2 tsk salt, 2 egg, 3 msk olía, 1/2 dl mjólk, 100gr suðusúkkulaði saxað, 50gr valhnetur

Svona gerirðu: Hitið ofninn í 175°C. Maukið banananananana og hrærið saman við sykurinn. Bætið svo öllu öðru samanvið og hrærið saman. Setjið bökunarpappír í botninn á formi sem er ca 10x20cm á kant. Hellið deginu í formið og bakið í 55-60 mínútur

Að lokum: Þetta er uppskrift úr Gestgjafanum og er uppáhalds bananabrauðið mitt. Eiginlega vegna þess að með súkkulaðinu og hnetunum verður þetta eiginlega frekar eins og kaka en brauð. Súper auðvelt að baka. Mega gott 🙂

Döðlubrauð

Gómsætt með ískaldri mjólk

Á svona degi er algjört möst að baka eitthvað svakalega gott. Snjókoma og kalt úti.. þá jafnast ekkert á við glóðvolgt döðlubrauð beint úr ofninum. Játs, við bökuðum döðlubrauð og það var mjög ljúffengt. Þið getið skoðað uppskriftina hérna að neðan.. GEBBA GOTT!!

Þetta þarftu: 3 1/2 dl hveiti, 2 tsk lyftiduft, 1/2 tsk salt, 2 1/2 dl sykur, 2 1/2 dl saxaðar döðlur, 2 1/2 dl grófsaxaðar valhnetur, 2 egg, 2 dl léttmjólk, 3 msk matarolía, 1 tsk vanilludropar

Svona geririðu: Blandið saman hveiti, lyftidufti, salti og sykri ásamt döðlunum og hnetunum. Hrærið saman (í annarri skál) eggjum, mjólk, olíu og vanilludropum með gaffli. Blandið svo öllu saman með sleif og setjið í smurt aflangt form. Bakið á neðstu rim við 180°C í uþb 45 mínútur.

Að lokum: Í veðri eins og í dag þá er eiginlega bara skylda að baka. Fyrstu snjókorn vetrarins að falla og kalt úti. Þetta er alveg tilvalið. Snúum okkur að bakstrinum.. Sko ég átti bara svona einnota form og setti þetta deig í tvö svoleiðis. Svo notaði ég líka fjörmjólk en ekki léttmjólk eins og er í uppskriftinni en það bíttar ekki skipti. Brauðið smakkaðist alveg sérdeilis prýðilega nýkomið úr ofninum. Gott með og án smjörs. Við skemmtum okkur líka mjög vel í myndatökunni :) HB.

Bakarinn að smakka með smjöri

Djöflaterta

Við erum á leiðinni í matarboð til Ismars og Özru og við þurfum að taka með okkur desert. Mín snaraði þá í eitt stykki djöflatertu eins og ekkert væri 🙂

Glæsileg terta sem vekur lukku

Þetta þarftu: Botnar: 280g púðursykur, 40g kakó, 250ml mjólk, 90g dökkt súkkulaði, 125g mjúkt smjör, 2 egg, aðskilin, 1tsk vanilludropar, 180g hveiti, 1tsk sódaduft. Súkkulaðihjúpur: 100g súkkulaði, 60g smjör, 2msk flórsykur. Vanillurjómi: 2 1/2dl rjómi, 1tsk vanilludropar eða 1msk vanillusykur.

Svona gerirðu: Botnar: Hitið ofninn í 160°C. Setjið 1/3 af púðursykrinum í pott ásamt kakóinu og mjólkinni. Hitið þetta við vægan hita þangað til kakóið er uppleyst. Takið pottinn af hitanum og bætið súkkulaðinu út í og hrærið þangað til það er bráðið. Kælið lítillega. Hrærið saman smjör og afganginn af púðursykrinum þangað til blandan er orðin létt og ljós. Bætið þá eggjarauðunum saman við, eina í einu. Setjið vanilludropana út í ásamt súkkulaðiblöndunni. Hrærið þetta vel saman. Blandið svo hveiti og sódadufti varlega saman við með sleikju. Stífþeytið eggjahvíturnar og hrærið þær svo varlega saman við. Smyrjið svo botninn á tveimur smelluformum eða klæðið þau með bökunarpappír. Hellið deiginu í formin og bakið í u.þ.b. 35-45 mínútur. Látið botnana kólna í formunum í 5 mín áður en þið hvolfið úr þeim á bökunarpappír. Kælið botnana vel. Súkkulaðihjúpur: Setjið súkkulaði og smjör í skál og bræðið yfir vatnsbaði. Hrærið rólega í og gætið þess vel að blandan hitni ekki of mikið. Bætið flórsykri út í og þeytið vel saman. Kælið þar til hjúpurinn hefur þykknað. Vanillurjómi: Þeytið saman rjómann, flórsykurinn og vanilludropana. Þessi vanillurjómi er svo settur á milli botnanna tveggja og súkkulaðihjúpirnn fer ofan á kökuna.

Að lokum: Þessi kaka er algjör killer! alveg svakalega góð! Uppskriftin er fengin úr nýja kökublaði gestgjafans og prýðir forsíðu blaðsins. Við notuðum 70% síríussúkkulaði þegar við gerðum þessa köku um síðustu helgi. Það er sagt í uppskriftinni að það se best að nota form sem eru um 20-22 cm í þvermál því þá verður kakan svona há og flott. Okkar form eru held ég 26 eða 28 cm en þrátt fyrir það var hún alveg massa flott. Ekki alveg jafn þykkur rjóminn á milli og hjúpurinn ofaná náði nú ekki að leka en hún var samt geggjað flott eins og þið sjáið nú á myndinni, miklu flottari en á forsíðunni á gestgjafanum finnst mér sko.. ha?

Dæmi nú hver fyrir sig

Nigellu súkkulaðibomban

 

 

þarftu: Kakan: 200gr hveiti, 1/2 tsk matarsódi, 50gr kakó, 275gr sykur, 175gr ósaltað smjör, 2 egg, 1msk vanniludropar, 80ml sýrður rjómi, 125ml sjóðandiheitt vatn, dökkir súkkulaðidropar og dökkt súkkulaði skorið í spæni. Súkkulaðisýróp: 1 teskeið kakó, 125ml vatn, 100gr sykur.

Svona gerirðu: Hitið ofninn í 170°C. Hyljið bökunarformið (21x11x7,5 cm svona svipað og jólakökuform) að innan með bökunarpappír. Hrærið saman smjör og sykur í skál svo eggjum saman við. Bætið þurrefnunum út í, hveiti, kakói og matarsóda og hrærið. Þar á eftir setijið þið sýrða rjóman út í og vanilludropana. Hrærið vel saman. Að síðustu er sjóðandi heitu vatninu hrært saman við og súkkulaðidropunum. Hellið deiginu svo í formið og bakið í miðjum ofni í svona klukkustund. Þegar um það bil 15 mínútur eru eftir af bökunartímanum er gott að byrja á sýrópinu. Hrærið saman í potti vatnið, sykurinn og kakóið og látið sjóða í um 5 mínútur eða þangað til að það er orðið að dökku súkkulaðisýrópi. Þegar bökunartíminn er liðinn takið þá klökuna út og stingið í hana á nokkrum stöðum með prjóni. Prjónninn á að koma nokkuð hreinn út, en það er samt í fínu lagi að kakan sé svolítið rök. Hellið sýrópinu svo yfir kökuna og reynið að láta hana drekka vel í sig í gegnum götin. Það er allt i lagi að eitthvað leki meðfram henni svo lengi sem hún drekki eitthvað í sig líka. Látið kökuna kólna alveg í forminu. Takið kökuna þá úr forminu og fjarlægið bökunarpappírinn. Komið forminu fyrir á diski eða platta. Skerið þá þykkt súkkulaði í spæni og stráið yfir kökuna og berið hana fram.

Að lokum: Þetta er algjörlega guðdómlega syndsamleg súkkilaðikaka. Ótrúlega góð og einföld í bakstri og rosalega mjúk. Ég sá hana í þætti hjá henni Nigellu og bara varð að smakka hana. Hún heitir þar Quadruple chockolate cake. Nigella hrærir kökuna bara saman þannig að hún setur allt draslið bara í matarvinnsluvél og hrærir. Ég myndi líka gera það ef ég ætti matarvinnsluvél því þá er þetta ennþá einfaldara. Vitaskuld borðar maður rjóma með þessari köku og drekkur helst sterkt og gott kaffi með. Kakan skilur eftir sig himneska súkkulaðivímu.. Ég á sko pottþétt eftir að baka þessa köku oft oft í framtíðinni.. Algjör uppáhalds kaka. HB

Biscotti Bjössi

Þetta þarftu: 300 g hveiti, 1 1/2 tsk lyftiduft, 1 tsk kanill, 1/2 tsk salt, 125 g mjúkt smjör, 100 g púðursykur, 125 g sykur, 1 msk skyndikaffiduft, 2 egg, 50 g grófsaxaðar hnetur, 185 g suðusúkkulaði, saxað

Svona gerirðu: Hitið ofninn í 165°C og leggið bökunarpappír á ofnplötuna. Sigtið saman hveiti, lyftiduft, kanil og salt í skál. Þeytið saman smjörið, púðursykurinn, sykurinn og kaffiduftið þar til blandan verður ljós og létt. Bætið eggjunum út í, einu í senn, og þeytið í tvær mínútur. Bætið hnetunum og súkkulaðinu út í og hrærið.  Setjið þurrefnin út í og hrærið varlega. Hvolfið deiginu á hveitistráða borðplötu og skiptið því í tvennt. Formið tvo aflanga 2 sm þykka hleifa úr deiginu og leggið á bökunarpappírinn. Bakið í 25 mín. Takið hleifana úr ofninum og látið standa í 5-7 mín., leggið á bretti og skerið í 12 mm þykkar sneiðar.  Leggið sneiðarnar varlega með spaða á bökunarpappírinn og bakið í 10 mín., snúið sneiðunum og bakið í aðrar 10 mín.  Leggið kökurnar á rist og kælið vel áður en þær eru settar í lokað ílát. Að sjálfsögðu voru engin egg notuð á Meistaravöllunum, heldur var smá mjólkurslurk bætt út í deigið í lokin, plús örlítið meira lyftiduft en gefið er upp, kannski 2 til 2 1/2 teskeið í stað 1 1/2

Að lokum: Eins og nafnið gefur til kynna þá fékk ég þessa uppskrift hjá honum Bjössa. Að sjálfsögðu voru engin egg notuð hjá honum á Meistaravöllunum, heldur var smá mjólkurslurk bætt út í deigið í lokin, plús örlítið meira lyftiduft en gefið er upp, kannski 2 til 2 1/2 teskeið í stað 1 1/2. Það er ekkert erfitt að baka þetta, maður þarf bara soldið mikið að fylgjast með klukkunni. Þetta Biscotti er best í heimi. Syndsamlega gott. 16.12.05 HB

Gróu terta

Þetta þarftu:1 svarmpbotn (heimabakaðan eða bara tilbúinn úr búðinni), 1 marensbotn (einnig hægt að baka eða kaupa í búð), hálfdós perur. Krem: 100g síríus konsum suðusúkkulaði, hálfpottur þeyttur rjómi, 3 eggjarauður, 2 msk sykur.

Svona gerirðu: Þeytið saman eggjarauður og sykur, bræðið svo suðusúkkulaðið og hrærið saman við og svo líka mestöllum þeytta rjómanum. Setjið perurnar ofan á svampbotnin og blaytið í með safanum. Smyrjið smá rjóma yfir perurnar og líka smá slettu af kreminu. Setjið svo marensinn ofan á og þekið hann með afgangnum af kreminu. Geymið tertuna í ísskáp til næsta dags og sreytið hana þá með einhverju góðu.

Að lokum: Ég skellti í eina svona tertu fyrir saumaklúbb sem ég var með um daginn. Ég keypti að sjálfsögðu bara botna og skreytti tertuna með nóakroppi og rifsberjum sem virkaði ágætlega. Þetta var svakagóð terta en það gekk á ýmsu þegar ég var að gera hana því ég er ekkert sérlega reynd í tertugerð.. en hey, bragðið er aðalatriðið! HB