mikið var ég ánægð með að chelsea skuli hafa unnið í gær. frábært. komnir í 8 liða úrslit. greyis manchester united duttu út.. æjæj (lesist hehe) þá er bara að vona að juventus vinni real madrid í kvöld.. og, svo allir púllararnir mínir verði ánægðir, að liverpool vinni leverkusen. sjálf er ég ekki hrifin af liverpool.. það er eitthvað við fulla púllara að syngja you’ll never walk alone sem fer svakalega í taugarnar á mér..
All posts by Heiða Björk
Elsku Hrafnhildur, til hamingju með stórafmælið!! húrra húrra húrrrraaaahh!!!
Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. þegar ég vaknaði við fréttirnar í útvarpinu í morgun var verið að ræða hvernig staða kvenna hefur versnað (ef það er nú hægt) í Írak eftir að stjórn Saddams var steypt af stóli. Þegar sú stjórn var við lýði fengu konur flestar að mennta sig og reka eigin fyrirtæki. En eftir að Bandaríkin réðust þar inn þá er ekkert gert til þess að hindra það ofstækisfullir karlar snúi öllu til hins verra aftur. allar þessar konur sem eru á þingi Íraka núna eru þar víst eingöngu vegna þess að Bandaríski landstjórinn sem var þarna við völd beitti einhverju neitunarvaldi. Konur sem starfa á vegum írösku kvennfrelsishreyfingarinnar og eru að reyna að gera eitthvað í þessum málum eru myrtar og þeim er rænt í tuga tali. Nú er svo komið á að það telst ekki einu sinni til glæps í Írak að myrða konu. þetta var fréttin..
Það er sko ekkert nýjar fréttir að brotið sé á mannréttindum kvenna í írak. en þessi frétt bendir til þess að þetta “lýðræði” sem verið sé að koma á í írak sé ekki endilega þessi frábæra lausn og haldið er fram.. ekki fyrir alla að minnsta kosti. hér er grein á vef Amnesty um stöðu kvenna í írak í gegn um tíðina. Þegar ég var að skoða þennan vef rakst ég líka á þetta. þetta er fróðlegt og í tilefni dagsins.
hæ fólk
tekið hefur verið til reynslu nýtt kommenta kerfi hérna á kúrbítnum.. veit ekki hvort þetta sé eitthvað betra en gamla haloscan kerfið, en það var farið að fara í mínar fínustu taugar.. týna gömlum kommentum og fleira skemmtilegt. endilega segið skoðun ykkar á þessu, það er jú þið sem kommentið 🙂
bæ fólk
Til hamingju með afmælið í dag Brynjar!!
knús H+P
ó þú gersemi mín, þú dýra gersemi mín, boromm bomm bomm…
þá er aftur kominn föstudagur. mikið er það gaman. þessi helgi verður örugglega mun skemmtilegri en sú síðasta, pétur verður ekkert að vinna og það verður örugglega yndislegt. annars gerði ég margt skemmtilegt í gær. ég vaknaði klukkan 6 og fékk mér morgunmat með pésa (en það gerist annars mjög sjaldan) svo fór ég með strætó í skólann klukkan hálf átta og frá átta til tólf var ég að vinna loftmyndirnar mínar, var að byrja að hnitsetja þær, er langt komin með aðra þeirra. svo eftir hádegið fór ég í kringluna með hrafnhildi það var rosa gaman. fékk mér rosa gott cappuchino og hrafnhildur keypti sér afmælisdress. svo fór ég aftur í skólann að læra þangað til pétur kom og sótti mig um klukkan fjögur. þá fórum við í búðina. keyptum í matinn. svo fór ég í sund… aahhhh það var meiriháttar. svo elduðum við matinn og borðuðum. eftir matinn fórum við í göngutúr í yndislegum rigningarúða. eftir göngutúrinn horfðum við á eina bíómynd áður en við fórum að sofa…. og mikið svaf ég vel 🙂
Fiskréttur að hætti Lúlla Lauks
Gestakokkurinn er Tryggvi

Þetta þarftu: Slatta af ýsu, lausa í roði og beinum, 1/2-1 lauk, 2 hvítlauksrif, túmat, rifinn ost, cajun krydd, ólívuolíu og eldfast mót. Borðist með hrísgrjónum og soya
Svona gerirðu: Skellir cajun kryddi á ýsuna bak og fyrir og lætur hana svo á botninn á mótinu.. Laukinn og hvítlaukinn í múlínexinn og í tætlur… sem dreifist yfir ýsuna. Svo er túmaturinn skorinn í skeiðar og lagður yfir … oggulítil ólífuolía yfir allt saman… og að lokum ostinum stráð yfir. heila klabbinu svo skellt í upphitaðann ofn á 175° í 10-15 mínútur og síðan er bara að gúffa í sig.
Að lokum: Lúmskt gott að sáldra steiktum lauk yfir þegar maður er búinn að fá sér á diskinn. Í indónesíu er t.d. steiktur laukur rosalega vinsæll með hrísgrjónum og eiginlega ómissandi eftir að maður kemst upp á lag með það. Hinsvegar er varhugavert að neyta mikið af þessum rétti fyrir mikilvæg mannamót… en hann virkar samt ágætlega við kvefi ![]()
Enn að lokum: Þessi réttur er niðurstaða mikillar þróunarvinnu þar eð í fyrstu borðaði ég ekki hvítlauk og fannst ýsa vond, en Björt fannst laukur vondur… einhvernveginn þá kombinera hinsvegar öfgarnar svona hreint út sagt ágætlega saman ![]()
Kveðja frá Hollandi, Tryggvi Már gestakokkur
jahá.. það sést bara ekki inn um gluggann hjá nágrannanum, það er svo mikil þoka hérna í reykjavík. svaka hlýtt og notalegt samt. ég er löt í dag, svefnrútínan fór úr skorðum um helgina. einu sinni hefði það verið vegna sukks og svínarís en svo var ekki að þessu sinni. hef ekki sukkað og svinaríað í háa herrans tíð. mjög háa herrans tíð.
mikið er annars eivør pálsdóttir mögnuð söngkona. var að hlusta á nýju plötuna hennar, þar sem hún syngur á amk fjórum mismunandi tungumálum, og hún er alveg geggjuð. ég verð barasta að kaupa hana einhverntíma.. ég er allavega búin að setja hana á listann í hausnum á mér yfir allar plöturnar sem ég þarf að kaupa mér.. hann er orðinn ansi langur. ansi.
Lover, I’m on the street
Gonna go where the bright lights
And the big city meet
With a red guitar…on fire
Desire
mikið er þetta veður alltaf skemmtilegt.. ég var varla hætt að stíga fagnaðardans út af langþráðri rigningu þegar það byrjaði að snjóa aftur. og í dag, þegar ég þarf í endalausar útréttingar, neyðist ég til að ferðast fótgangandi í skafrenningi og frosti.. en þetta er ekkert sem ofurkona eins og ég ræð ekki við.. ofurkona segi ég já, og efast ekki um það.. ég var nefnilega að baka algjörlega fullkomna súkkulaðiköku núna rétt í þessu. fullkomna! iss ég fer nú létt með smá skafrenning 🙂