Sæl og bless. Þynnka í dag. Var að djamma í gær með gömlum og góðum vinum. Byrjuðum daginn á því að fara í keilu og tókum 2 leiki þar sem undirritaður tók 2 sætið af 7 mögulegum. Fengum okkur bjór og svona með. Svaka stuð. Svo fórum við niðrá Austurvöll þar sem við röltum um svæðið, skoðuðum sveitamyndir og drukkum bjór. Svo var haldið heim til Berglindar á Víðimel þar sem við grilluðum borgara og pulsur. Svo var setið þar frameftir kvöldi, Guns ´n´ Roses í botni í bland við Nirvana, U2 og fleiri góðar grúbbur. Mikið sungið og hoppað. Algjör snilld og vonandi verður þetta endurtekið sem fyrst. Spurning um að fá sér einhvern heví þynnkumat núna. Hverju mælið þið með?
All posts by ofurpesi
Jæja….eitthvað er kúrbíturinn rólegur núna… Veit ekki hvað veldur….Vonandi lagast þetta fljótt..
Alltaf svo gott veður hérna í Reykjavík. Reyndar virðist þetta veður elta mig. Magnað. Núna er komin mynd á þetta bekkjardjamm hjá mér loksins. Það var hætt við þessa útilegu og ákveðið að djamma bara í bænum í staðinn. Fara í keilu, grilla og eitthvað svona flipp. Það verður svaka gaman. Annars er nú ekki mikið að frétta héðan. Sama gamla…..vinna og sona. Alltaf hressandi að rúnta hérna á milli. Hei….Eitt sem ég verð að segja ykkur. Ég var á Skeiðarársandi um daginn, sem er ekki í frásögur færandi, nema hvað að þarna var par á miðjum sandinum á línuskautum!!!! LÍNUSKAUTUM!!!! Drógu farangurinn á eftir sér á hjólasleða. Hélt að ég yrði ekki eldri.
Jæja gott fólk. Sit ég hér nývaknaður og ferskur. Ansí hreint fínt. Kannski að maður helli sér uppá kaffi. Það er hressandi. Núna styttist í það að gamli 10. bekkurinn minn hittist og djammi saman. Það er búið að ákveða að tjalda í Þrastaskógi og skoða draugasafnið og fara svo í stutta göngu um svæðið. Svo bara grilla og fá sér kannski einn öl eða svo. Það verður hressandi. Þegar ég var að keyra í gær, á leiðinni í bæinn, rann það upp fyrir mér að U2 sé besta hljómsveit sem hefur verið til. Það er bara svoleiðis. Veit ekki hvað veldur. Komst líka að því að Harrý og Heimir sé sennilega besta íslenska grínefni sem hefur verið samið. Þessum staðreyndum verður ekki haggað.
Mikið svakalega hefur verið gott veður hjá okkur uppá síðkastið. Var fyrir austan seinustu helgi og skellti mér að veiða með Elíasi, Alberti, Sigga Einars og Birki Tjörva. Það var svaka gaman. Ég mætti með stöngina mína, engan spún og ekki neitt, á meðan Siggi Einars var í vöðlum, í svona veiðivesti sem var allt útí veiðigræjum, með háf á mjöðminni og alveg svakastóra flugustöng. Hann veiddi 3, og ég 9. Rústaði honum. Það er ekki að spyrja að veiðieðlinu í manni. Enda býr maður ansi lengi að þeim veiðiferðum sem ég og Eymundur fórum í hérna í gamla daga. Þar var veitt vel og mikið og hent gaman að líðandi stund. Rummungar og krumpskuðarbellir komu á bakkann og var þessu yfirleitt mokað í heimiliskettina. Stefnir allt í að maður kíki í veiðitúr núna um helgina. Heiða kemur kannski með ef hún verður orðin hress. Hún er nebblega soldið lasin núna. Ekki gott.
Jæja…þá er Humarhátíðin búin. Hún var ágæt. Leiðinlegar hljómsveitir en hvað er nýtt? Mér tókst nú samt að slasa mig. Alltaf hressandi að detta á rassgatið oní skipalest. Það held ég. Ég hefði nú frekar þegið að vera á Metallicu. Það hefur ábyggilega verið geðveikt. Ég fer bara seinna á þá. Bara þegar maður fer út eða eitthvað. Eða ég hringi bara í James Hetfield. Með hann á speeddial hjá mér. Hafiði heyrt þetta með tölvukubbana sem á að reyna að setja í alla fólksbíla? Ritar niður hraða og þá verður bara hægt að sekta menn aftur í tímann fyrir hraðakstur!!!!! Hvað er að gerast hérna?!?!?! Endar með því að það verður sett myndavél í hausinn og rassgatið á manni til að fylgjast með.
Jæja gott fólk! Kúrbíturinn er kominn aftur! Óvænt bilun varð til þess að allt lá niðri. Biðst velvirðingar.
Takk fyrir þolinmæðina.
Svei mér… Kúrbíturinn er eitthvað skrýtinn eins og er…Vonum að það komist í lag sem allra fyrst. Biðst velvirðingar!
Takk fyrir.
Jæja…þá er maður á Hornafirði. Búinn að knúsa Heiðu hellings. Nú er ég að fara að keyra í 2 mánuði. Það verður ansi gaman að komast aðeins að rúnta um sveitirnar. Svo er fótboltinn búinn að hertaka allt sjónvarpsgláp. Seinustu leikir hafa verið ansi svakalegir. Þið vitið það svosem. Ef þið viljið sjá svaka góða mynd, tékkið þá á touching the void. Ansi svakaleg, sannsöguleg mynd. Segi ekki mikið meira, vil ekki skemma það fyrir ykkur. Förum í mat til Möttu og Hjálmars á eftir. Glápum á leikinn og svona. Bið að heilsa í bili.
Já…Það er ansi margt skemmtilegt hægt að finna á þessu interneti.