Ég er búin að setja inn myndirnar frá aðventunni, jólunum og áramótunum. Margt skemmtilegt þar að sjá!
Njótið
All posts by Heiða Björk
elskielsk
ég elska iPodinn minn. Hey, já ég var víst ekki búin að tilkynna það hér að ég er stoltur eigandi splunkunýs iPod video. Hann er svartur og ótrúlega flottur, geymir 60 Gb af efni. Ég get horft á video í honum, skoðað myndirnar mínar og hlustað á öll lögin mín. Pétur gaf mér hann í jólagjöf og hann hefur vart farið úr eyrunum á mér síðan. Hann fer með mér hvert sem ég fer, í búðina, ræktina, í göngutúra, hvert sem er. Það er líka gaman að hafa hann í eyrunum bara þegar maður er að hangsa heima, hækka í botn og dansa. Það er eitthvað svo æðislegt að vera ein með tónlist. Horfa á allt í kring um sig og vera innan um allt en samt eitthvað svo í sínum eigin heimi. Maður tekur minna eftir allskonar þreytandi áreiti. Mjög notalegt og frelsandi :o)
æjá.. hann er yndislegur
Vetrarljoð
Einu sinni samdi Pésinn minn þetta ljóð:
Fjórar hestalappir ganga eftir freðinni jörð.
Hart er í vetri.
Þetta á nú alls ekki við í dag..
Nýtt ár
Við erum komin heim úr okkar árlega áramótaferðalagi til Hornafjarðar. Þetta skiptið var bara þokkalega auðvelt að ferðast á milli, engin ömurleg færð eða ömurlegt veður. Vel heppnað ferðalag í alla staði. Æðislegt að eyða áramótunum hjá mömmum og pöbbum og systkinum.. Það er best í heimi að vakna á Hraunhólnum á nýársdag, kíkja út fyrir, horfa á Ketillaugarfjall og anda að sér fersku Nesjaloftinu. Toppar það ekkert!
Næst á dagskrá er að rétta úr sér og finna rútínuna..
Svo óska ég henni tengdamömmu minni til hamingju með afmælið í dag!
Jólakveðja
Jæja, þá er þetta bara allt að fara að gerast!
Jólin eru loksins að koma!
Allt að verða tilbúið hérna hjá okkur, allt að verða hreint og fínt, gjafir komnar í jólapappír, jólajkort komin á víð og dreif, jólaskapið í botni!
Þetta verður líklega síðasta færslan á kúrbítnum fyrir jól, líklega verður slökkt á öllu batteríinu yfir heilugustu hátíðarstundirnar. Við notum því tækifærið og..
Óskum öllum þeim sem þetta lesa gleðilegra jóla. Vonandi hafið þið það gott á jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vina, það ætlum við að gera!
GLEÐILEG JÓL!!!
H+P
Forsíðustúlka dagsins..
Tonlist siðustu viku
Prófaði margt nýtt í síðustu viku. Sumt fanst mér frábært og sumt þarf ég að hlusta betur á til þess að mynda mér skoðun. Jeff Who? komu annsi sterkir inn og mæli ég með því að fólk kynni sér þá.. Ég heyrði líka nýja diskinn með Hjálmum og hann er algjört æði! Mér fannst fyrri diskurinn aldrei neitt spes en þessi er algjör snilld. Kanski ég gefi þá gamla disknum séns.. hmm..?
Svo hlustaði ég auðvita á gamla og góða snillinga.. Nick, Bob og U2….
Biscotti Bjössi
Þetta þarftu: 300 g hveiti, 1 1/2 tsk lyftiduft, 1 tsk kanill, 1/2 tsk salt, 125 g mjúkt smjör, 100 g púðursykur, 125 g sykur, 1 msk skyndikaffiduft, 2 egg, 50 g grófsaxaðar hnetur, 185 g suðusúkkulaði, saxað
Svona gerirðu: Hitið ofninn í 165°C og leggið bökunarpappír á ofnplötuna. Sigtið saman hveiti, lyftiduft, kanil og salt í skál. Þeytið saman smjörið, púðursykurinn, sykurinn og kaffiduftið þar til blandan verður ljós og létt. Bætið eggjunum út í, einu í senn, og þeytið í tvær mínútur. Bætið hnetunum og súkkulaðinu út í og hrærið. Setjið þurrefnin út í og hrærið varlega. Hvolfið deiginu á hveitistráða borðplötu og skiptið því í tvennt. Formið tvo aflanga 2 sm þykka hleifa úr deiginu og leggið á bökunarpappírinn. Bakið í 25 mín. Takið hleifana úr ofninum og látið standa í 5-7 mín., leggið á bretti og skerið í 12 mm þykkar sneiðar. Leggið sneiðarnar varlega með spaða á bökunarpappírinn og bakið í 10 mín., snúið sneiðunum og bakið í aðrar 10 mín. Leggið kökurnar á rist og kælið vel áður en þær eru settar í lokað ílát. Að sjálfsögðu voru engin egg notuð á Meistaravöllunum, heldur var smá mjólkurslurk bætt út í deigið í lokin, plús örlítið meira lyftiduft en gefið er upp, kannski 2 til 2 1/2 teskeið í stað 1 1/2
Að lokum: Eins og nafnið gefur til kynna þá fékk ég þessa uppskrift hjá honum Bjössa. Að sjálfsögðu voru engin egg notuð hjá honum á Meistaravöllunum, heldur var smá mjólkurslurk bætt út í deigið í lokin, plús örlítið meira lyftiduft en gefið er upp, kannski 2 til 2 1/2 teskeið í stað 1 1/2. Það er ekkert erfitt að baka þetta, maður þarf bara soldið mikið að fylgjast með klukkunni. Þetta Biscotti er best í heimi. Syndsamlega gott. 16.12.05 HB
eitt enn..
.. sem ég hlakka sérstaklega mikið til að gera um jólin. Það er að lenda í umferðateppu á leiðinni í, á milli og frá kirkjugörðunum í fossvogi og grafarvogi í r árlegu jólaheimsókn okkar systra þangað á aðfangadag. Svo verður örugglega rok og ekki nokkur leið að halda loga í kertinu. Hljómar ekkert spennandi en trúið mér, þetta er frábært. Hlakka til :o)
Nú ætla ég að fá mér kaffisopa.. mér er eitthvað kalt
Bakkelsi
Jahérna hvað það er stutt í jólin.. hlakka til!
Bakaði í gær dýrindis biscotti. Fékk uppskriftina hjá Birninum og jeddúddamía hvað þetta er gott. Fengum okkur með kaffinu í gærkvöldi. Þetta er fullkomið “með kaffi” nart. Ætla að setja uppskriftina inn á uppskriftavefinn á eftir. Veit ekki hvort ég baki eitthvað meira. Kanski randalínur ef ég man einhverntíma eftir að fá uppskriftirnar hjá mömmu. Þetta eru svona gamaldags röndóttar lagkökur eins og amma mín bakaði. Ótrúlega góðarv önnur brún með hvítu kremi og hin hvít með sultu.. namminamm.. Nenni ekki að baka smákökur. Langar ekkert í. Fæ örugglega smakk þegar ég fer í heimsóknir.. það er alveg nóg.
Hef svo sem ekkert að segja, er bara að bíða eftir jólunum.. lalala..
uppfært: uppskriftin er kominn inn.. kíktu!

